Hjá fólki er það nokkuð algengt að það fari í litgreiningu og skipti síðan um annan litastíl á fatnaði sínum, en það er minna um slíkt hvað skipin varðar, en þó ekki einsdæmi. Hér birtum við myndir af Grindvísku skipi Marta Ágústsdóttir GK 14. Önnur var tekin þegar það kom til Njarðvíkur og var á leið upp í Njarðvíkurslipp til að skipta um búning og hin er tekin þegar það var lagst að bryggju í heimahöfn sinni Grindavík síðdegis í dag í nýja búningnum.
967. Marta Ágústsdóttir GK 14 kemur til Njarðvíkur í litaskiptin, mynd Emil Páll
967. Marta Ágústsdóttir GK 14 komin að bryggju í nýju litunum í Grindavík í dag, mynd Emil Páll